Berwick og nágrenni

Hér er að finna stutt yfirlit yfir Berwick

Smelltu á myndirnar til að stækka þær og fá nánari lýsingu. Smelltu svo á tölurnar til að fá næstu mynd.
  • Berwick: Ness Street Holiday Cottage

    Ferðin hefst við húsið

  • Berwick: Ness Street

    Hér er horft eftir Ness Street. Húsið er í garðinum á bak við húsin sem snúa að götunni.

  • Berwick: Pier Gate

    Pier Gate liggur gegnum borgarmúrinn við enda Ness Street og svo áfram að vitanum á enda bryggjunnar

  • Berwick: wall path above Pier Gate

    Hægt er að komast á göngustíginn umhverfis múrana af tröppunum við Pier Gate

  • Berwick: Walls north of Pier Gate

    Horft eftir múrnum norð austur af Pier Gate

  • Berwick: view of pier with the tide out

    Horft að bryggjunni og vitanum frá Pier Gate á fjöru

  • Berwick: view of pier with tide in

    Sama sjónarhorn á flóði. Stór sandströnd er í göngufæri handan bryggjunnar

  • Berwick: Lighthouse and Holy Island

    Bryggjan séð úr gagnstæðri átt. Holy Island í fjarska

  • Berwick: Shelter by Pier Gate

    Skýli og bekkur sjávarmegin múrsins við Pier Gate. Af þessum stað er mjög gott útsýni yfir hafið og árósa Tweed. Þetta var einn af uppáhaldsstöðum listmálarans L S Lowry

  • Berwick: Tweed Estuary

    Hér er horft þvert yfir ósa Tweed yfir strandsvæði sem kallað er Spittal. Strompurinn er það eina sem eftir stendur af gamalli verksmiðju, en honum var haldið eftir sem kennileiti þegar verksmiðjan var rifin.

  • Berwick: Spittal Beach

    Horft af Spittal strönd til Berwick bryggjunar. Við ströndina er leiksvæði fyrir börn ásamt spilasal.

  • Berwick: Walls and cannon

    Horft eftir múrnum til suðurs frá Pier Gate

  • Berwick: Typical houses in conservation area

    Horft af múrnum á dæmigerð hús á vernadarsvæði bæjarins

  • Berwick: Hide Hill

    Hide Hill, ein af aðalgötunum í Berwick. Horft ofan af Sand Gate

  • Berwick: Quay Walls viewed from Sand Gate

    Mikilfengleg húsalengja meðfram Quay Walls (bryggjumúrinn) með útsýni yfir ósa Tweed.

  • Berwick: Quay Walls

    Horft af gömlu brúnni á hús á Quay Walls. Húsið lengst til vinstri var í eigu bresku tollgæslunnar þar til fyrir skemmstu.

  • Berwick: Bridge Street

    Á bak við Quay Walls er Bridge Street, vel þekkt fyrir veitingastaði og sérvöruverslanir

  • Berwick: Typical pantile roofs

    Horft yfir Bridge Street svæðið. Takið eftir rauðu steinflísunum á þökunum en þau eru dæmigerð fyrir gamla bæinn í Berwick.

  • Berwick: Old Road Bridge

    Gamla brúin er frá 1634 og er ein af þremur brúm yfir ána Tweed innan bæjarmarka Berwick.

  • Berwick: New Bridge

    Nýja brúin var önnur brúin yfir ána í Berwick. Byggingu hennar lauk árið 1928 og um hana lá þjóðbrautin A1 allt þar til henni var beint fram hjá bænum upp úr 1980.

  • Berwick: Royal Border Bridge

    Royal Border járnbrautarbrúin var byggð af Robert Stephenson og opnuð árið 1850. Um hana liggur meginbrautin frá Kings Cross um austurströndina til Edinborgar. Járnbrautarstöðin í Berwick er við norðurenda brúarinnar.

  • Berwick: River Tweed

    Horft upp eftir ánni Tweed af Royal Border brúnni. Áin er þekkt fyrir laxveiði, svani og seli.

  • Berwick: Town Hall

    Ráðhúsið í Berwick við enda Mary Gate, helstu verslunargötu Berwick.

Thumbnail panels:
Now Loading

 

Aðrar áhugaverðar vefslóðir

Berwick Borough Council tourism site

Visit North East England

Bamburgh Castle

Alnwick Castle

Lindisfarne or Holy Island

Goswick Golf Club

Fishing

Undiscovered Scotland website

Ábending til þeirra sem leita fleiri upplýsinga á netinu: Við ströndina norður af Berwick, nokkra kílómetra í átt að Edinborg liggur bærinn North Berwick. Þetta er ekki sami bær og Berwick upon Tweed!

Bóka má með tölvupósti eða í síma 0044 1289 318069 hvenær sem er.

Göngutúr niður að sjó ...

Gengið með múrnum..

Sandstrendur svo langt sem augað eygir ...

Sögufrægur bær innan múra...

Stórkostlegir kastalar...