Lúxus sumardvalarstaður
Berwick upon Tweed - Northumberland Coast
Ness Street er dvalarstaður í hæsta gæðaflokki innan múra bæjarins Berwick upon Tweed, en múrinn er frá tíð Elísabetar fyrstu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi.
Húsið er í verndarsvæði bæjarins og hefur flokkunina ‘grade II’ (sögulegt verndargildi). Tæplega 100 m eru niður að sjó.
Í Ness Sreet er svefnpláss fyrir 8 manns, en húsið hentar einnig smærri hópum |
Upplagt í lengri eða skemmri frí
Berwick er rétt sunnan Skosku landamæranna við ósa árinnar Tweed. Bærinn liggur vel við ferðum um löndin að Skotlandi og strendurnar í kring sem rómaðar eru fyrir náttúrufegurð. Borgirnar Edinborg og Newcastle eru báðar innan seilingar hvort sem er með lest eða bíl. |
Umsagnir fyrstu gesta
“Þá erum við komin heim aftur eftir frábært frí í yndislega húsinu ykkar í þessu heillandi þorpi í einni af uppáhalds sýslunum okkar. Vinir sem voru með okkur sögðust aldrei hafa verið í jafn viðburðaríku og áhugaverðu fríi.
Okkur fannst öllum að endurbæturnar á húsinu hefðu tekist mjög vel. Húsið varð þægilegur miðpunktur vikunnar og hvíldarstaður eftir viðburðaríka og skemmtilega daga þar sem reynt er að komast yfir sem mest á stuttum tíma. Landssvæðið býður sannarlega upp á það. Eftir því sem við skoðuðum meira af Berwick komum við auga á fjölda skemmtilegra bygginga sem ekki eru augljósar þeim sem oft eiga leið hjá. Okkur fannst aðdáunarvert að sjá hvernig ykkur hafði tekist að gera húsið aðlaðandi og heimilislegt. Smekkvísi ykkur féll okkur vel í geð og sem fyrstu gestir tókst okkur ekki að koma auga á neitt sem betur mætti fara! Það var frábært að hafa netaðgang og við notfærðum okkur það reglulega bæði til að lesa tölvupóst og til að skæpast."
Vinsamlegast athugið að reykingar eru ekki leyfðar í Ness Street, hvorki innan dyra né úti í garði.
Bóka má með tölvupósti eða í síma 0044 1289 318069 hvenær sem er. |