Húsið
Ness Street er fjögurra hæða ‘grade II’ bygging í hjarta hins sögulega verndarsvæðis í Berwick. Eignin er kyrrlát og í lokuðum garði.
![]() |
Örstuttur gangur er til sjávar rétt handan múrsins |
Húsið hefur allt verið endurnýjað að innan og var opnað á páskum 2007. Í því er að finna:
- Nýstandsett eldhús með þvottavél og uppþvottavél
- Nýtt baðherbergi með kraftmikilli sturtu
- Niðri er einnig sturtuherbergi og klósett
- Uppgerður kjallari með þurrkara og kæli/frysti
- Nýtt gas hitakerfi tryggir nægt heitt vatn, einnig í sturtur
Einnig má nefna:
- Stafrænn flatskjár með DVD spilara í stofu
- Svefnherbergi á efstu hæð er einnig leikherbergi með sjónvarpi og Playstation 2
- Nettenging í gegnum breiðband og þráðlaust net (taktu tölvuna þína með)
Herbergin
Jarðhæð
- Stofa
- Eldhús með borðkrók
- Borðstofa
- Sturta og klósett
Stofa
Eldhús
Borðkrókur í eldhúsi
Borðstofa
Fyrsta hæð
- Aðalsvefnherbergi með hjónarúmi
- Annað svefnherbergi með tveimur rúmum
- Baðherbergi með baðkari og sturtu
Aðalsvefnherbergi með hjónarúmi
Svefnherbergi með tveimur rúmum
Baðherbergi með kraftmikilli sturtu
Önnur hæð
- Svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi
- Svefnherbergi/leikherbegi með rúmi og aukarúmi ásamt Playstation 2
Svefnherbergi
Svefnherbergi með rúmi og aukarúmi
Stigi
Kjallari
- Kælir/frystir
- Þurrkari
- Geymsla
Kælir/frystir og þurrkari
Garður
- Afgirtur garður með garðhúsgögnum
- Blómabeð og pottaplöntur
Garður
Ness Street
Allt ofanritað getur tekið smávægilegum breytingum.
Húsið er ‘grade II’ flokkað í verndarsvæði bæjarins. Hafið og bæjarmúrinn eru innan við 100 m frá húsinu. Verlsanir, miðbærinn, góðir veitingastaðir og kaffihús eru í göngufæri við húsið.
Járnbrautarstöðin er í göngufæri við húsið (þó getur borgað sig að taka leigubíl ef mikill farangur er með í för). Ferð til Edinborgar tekur um 40 mínútur. Ness Street hentar vel þeim sem koma með lestinni. Ekki er nauðsynlegt að hafa bíl til að njóta Berwick.
Þar sem húsið er í gamla miðbænum eru bílastæði úti á götu. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eru stæði takmörkuð við íbúa og gesti þeirra. Gestir Ness Street geta fengið bílastæðapassa endurgjaldslaust.
Bóka má með tölvupósti eða í síma 0044 1289 318069 hvenær sem er.